90. fundur
fjárlaganefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 22. júní 2020 kl. 10:31


Mætt:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 10:31
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 10:31
Inga Sæland (IngS) 2. varaformaður, kl. 10:31
Ágúst Ólafur Ágústsson (ÁÓÁ), kl. 10:31
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 10:31
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 10:31
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 10:31
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 10:31
Páll Magnússon (PállM), kl. 10:31
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 10:31

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 841. mál - fjáraukalög 2020 Kl. 10:31
Formaður lagði fram tillögu um að afgreiða málið frá nefndinni og var hún samþykkt af meiri hluta nefndarmanna. Hann skipa Willum Þór Þórsson, Haraldur Benediktsson, Steinunn Þóra Árnadóttir, Páll Magnússon og Njáll Trausti Friðbertsson.
Þau standa einnig að nefndaráliti meiri hluta og breytingatillögum. Minni hluti nefndarinnar sat hjá við afgreiðslu málsins. Ágúst Ólafur Ágústsson og Inga Sæland munu hvort um sig leggja fram nefndarálit og breytingatillögur. Birgir Þórarinsson mun leggja fram breytingatillögur.
Jón Steindór Valdimarsson áheyrnarfulltrúi styður nefndarálitið með fyrirvara.

2) Önnur mál Kl. 10:55
Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 10:56
Fundargerð 89. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 10:57