92. fundur
fjárlaganefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í færeyska herberginu, fimmtudaginn 25. júní 2020 kl. 18:00


Mætt:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 18:00
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 18:00
Inga Sæland (IngS) 2. varaformaður, kl. 18:00
Ágúst Ólafur Ágústsson (ÁÓÁ), kl. 18:00
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 18:00
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 18:00
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 18:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 18:00
Páll Magnússon (PállM), kl. 18:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 18:00

Páll Magnússon tók þátt í fundinum með fjarfundabúnaði, sbr. afbrigði sem veitt voru skv. 95. gr. við 17. og 22. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, á þingfundi 12. mars sl., framlengd á þingfundum 14. apríl og 30. apríl sl. og endurnýjuð á þingfundi 8. júní sl.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 735. mál - heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu Kl. 18:00
Lagt var fram framhaldsnefndarálit og fór formaður yfir það með nefndinni. Allir viðstaddir nefndarmenn samþykktu að afgreiða málið. Allir nefndarmenn undirrita nefndarálitið nema Birgir Þórarinsson sem leggur fram framhaldsnefndarálit minni hluta. Björn Leví Gunnarsson, Inga Sæland og Ágúst Ólafur Ágústsson skrifa undir nefndarálitið með fyrirvara.

2) Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst ohf. Kl. 18:10
Málinu var frestað.

3) Önnur mál Kl. 18:11
Fleira var ekki gert.

4) Fundargerð Kl. 18:12
Fundargerð 91. fundar var samþykkt

Fundi slitið kl. 18:13