18. fundur
fjárlaganefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn mánudaginn 16. nóvember 2020 kl. 09:00


Mætt:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 09:00
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 09:00
Inga Sæland (IngS) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ágúst Ólafur Ágústsson (ÁÓÁ), kl. 09:00
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:28
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:00
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:00
Páll Magnússon (PállM), kl. 09:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:28

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir var fjarverandi þar sem hún sat fund EES með þingmönnum Evrópuþingsins en þar fóru fram atkvæðagreiðslur á meðan fundur fjárlaganefndar stóð yfir.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Frumvarp til fjárlaga 2021 Kl. 09:00
Til fundarins komu Grímur Atlason og Héðinn Unnsteinsson frá Geðhjálp. Þeir kynntu umsögn samtakanna og svöruðu spurningum nefndarmanna um efni hennar.

2) 2. mál - fjármálaáætlun 2021--2025 Kl. 09:00
Til fundarins komu Grímur Atlason og Héðinn Unnsteinsson frá Geðhjálp. Þeir kynntu umsögn samtakanna og svöruðu spurningum nefndarmanna um efni hennar.

3) 6. mál - opinber fjármál Kl. 09:53
Lögð voru fram drög að nefndaráliti sem rædd voru á fundinum. Gert er ráð fyrir að afgreiða málið til 2. umræðu 18. nóvember nk.

4) Önnur mál Kl. 11:00
Rætt var um þá vinnu sem framundan er við afgreiðslu þeirra mála sem eru í vinnslu hjá nefndinni. Fleira var ekki gert.

5) Fundargerð Kl. 11:10
Fundargerð 16. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:11