37. fundur
fjárlaganefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn miðvikudaginn 27. janúar 2021 kl. 09:00


Mætt:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 09:00
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 09:00
Inga Sæland (IngS) 2. varaformaður, kl. 09:00
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:45
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:00
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:00
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:00
Páll Magnússon (PállM), kl. 09:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:00

Ágúst Ólafur Ágústsson var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Framkvæmd fjárlaga 2020 Kl. 09:00
Til fundarins komu Kjartan Dige Baldursson, Kristinn Hjörtur Jónasson og Viðar Helgason frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þeir fóru yfir framkvæmd fjárlaga og svöruðu spurningum nefndamanna. Einnig var rætt um verklag við framkvæmd fjárlaga og hvort og þá með hvaða hætti mætti bæta það.

2) Önnur mál Kl. 10:47
Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 10:48
Fundargerð 35. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 10:49