39. fundur
fjárlaganefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn þriðjudaginn 2. febrúar 2021 kl. 09:03


Mætt:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 09:03
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 09:03
Inga Sæland (IngS) 2. varaformaður, kl. 09:03
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:03
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:03
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:03
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:03
Páll Magnússon (PállM), kl. 09:03
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:03

Ágúst Ólafur Ágústsson var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Framkvæmd fjárlaga - Janúar til september 2020 - Heildarstærðir. Skýrsla til Alþingis Kl. 09:03
Til fundarins komu Skúli Eggert Þórðarson, Jón Loftur Björnsson, Guðrún Jenný Jónsdóttir og Jóhannes Jónsson. Þau kynntu skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga janúar til september 2020, heildarstærðir. Skýrsla til Alþingis. Þá svöruðu þau spurningum nefndarmanna um efni hennar.

2) Fylgirit með fjárlögum 2021 Kl. 10:00
Formaður kynnti minnisblað fjármála- og efnahagsráðherra til fjárlaganefndar Alþingis dags. 2. febrúar 2021 um uppfærslu á fylgiriti fjárlaga fyrir árið 2021 og ræddi nefndin síðan um efni þess.

3) Önnur mál Kl. 10:06
Fleira var ekki gert.

4) Fundargerð Kl. 10:07
Fundargerð 37. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 10:09