42. fundur
fjárlaganefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn mánudaginn 22. febrúar 2021 kl. 09:33


Mætt:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 09:33
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 09:33
Inga Sæland (IngS) 2. varaformaður, kl. 09:33
Ágúst Ólafur Ágústsson (ÁÓÁ), kl. 09:33
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:33
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:52
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:33
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:33
Páll Magnússon (PállM), kl. 09:33
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:33

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Stefna í lánamálum Kl. 09:33
Til fundarins komu Sigurður H. Helgason, Esther Finnbogadóttir, Högni Haraldsson, Katrín Oddsdóttir og Styrkár Jafet Hendriksson frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þau kynntu skuldastýringu og lánsfjármögnun ríkissjóðs. Einnig var farið yfir ÍL-sjóð, stöðu hans og áhættu. Þá svöruðu gestirnir spurningum nefndarmanna.

2) 538. mál - nýting á landi í eigu ríkisins í atvinnuskyni Kl. 10:40
Formaður verður framsögumaður málsins og verða beiðnir um umsagnir sendar út fljótlega.

3) Önnur mál Kl. 10:45
Fleira var ekki gert.

4) Fundargerð Kl. 10:46
Fundargerð 40. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 10:47