64. fundur
fjárlaganefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn föstudaginn 14. maí 2021 kl. 13:04


Mætt:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 13:04
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 13:04
Inga Sæland (IngS) 2. varaformaður, kl. 13:04
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 13:04
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 13:04
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 13:04
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 13:04
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 13:04
Páll Magnússon (PállM), kl. 13:04
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 13:04

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 627. mál - fjármálaáætlun 2022--2026 Kl. 09:04
Til fundarins komu Ásta Valdimarsdóttir, Runólfur Birgir Leifsson, Dagný Brynjólfsdóttir og Guðmann Ólafsson frá heilbrigðisráðuneytinu. Farið var yfir framkvæmdir NLSH við byggingu nýrra meginbygginga Landspítala og helstu verkefni næstu árin. Einnig var rætt um fjárveitingar til verkefnisins. Rætt var um rekstrarniðurstöðu LSH árið 2020 og samkomulag sem gert var milli HRN, FJR og LSH um niðurfellingu uppsafnaðs halla vegna fyrri ára með því skilyrði að LSH héldi sig innan fjárheimilda næstu 3 árin. Þá var rætt um stöðu framkvæmdaáætlunar um hjúkrunarrými og ófjármagnaðan rekstur hjúkrunarrýma.
Kl. 14:30. Til fundarins komu Stefán Guðmundsson, Halla Sigurðardóttir og Anna Ragnarsdóttir frá umhverfisráðuneytinu. Þau kynntu notkun aukins fjármagns vegna hertra landsmarkmiða stjórnvalda í loftslagsmálum sem meðal annars felast í aðgerðum til að draga úr losun og auka kolefnisbindingu. Þá svöruðu þau spurningum nefndarmanna um þau mál.

2) 538. mál - nýting á landi í eigu ríkisins í atvinnuskyni Kl. 15:24
Til fundarins komu Hrafn Hlynsson frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu og Víðir Smári Petersen frá Lagastofnun Háskóla Íslands. Þeir fjölluðu um ábendingar sem fram hafa komið hjá umsagnaraðilum um efni frumvarpsins og svöruðu síðan spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 15:42
Fleira var ekki gert.

4) Fundargerð Kl. 15:43
Fundargerð 63. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 15:44