3. fundur
fjárlaganefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 6. desember 2021 kl. 15:30


Mætt:

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) formaður, kl. 15:30
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 15:30
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 15:30
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 15:30
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) fyrir Ingu Sæland (IngS), kl. 15:30
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 15:30
Ingibjörg Isaksen (IÓI), kl. 15:30
Kristrún Frostadóttir (KFrost), kl. 15:30
Stefán Vagn Stefánsson (SVS), kl. 15:30
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 15:30

Vilhjálmur Árnason tók þátt í fundinum með fjarfundabúnaði sem og allir gestir nefndarinnar.

Nefndarritarar:
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 1. mál - fjárlög 2022 Kl. 15:30
Til fundarins komu Katrín Anna Guðmundsdóttir, Hilda Hrund Cortez, Hlynur Hreinsson, Marta Birna Baldursdóttir, Kristinn Bjarnason, Sólrún Halldóra Þrastardóttir, Ásgeir Runólfsson, Snorri Sigurðsson, Þröstur Freyr Gylfason, Dóróthea Jóhannsdóttir og Jón Viðar Pálmason frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þau kynntu breytta framsetningu A-hluta fjárlagafrumnvarpsins, samstæðuyfirlit.
Kl. 15:50. Sigurður H. Helgason, Högni Haraldsson, Hrafn Hlynsson, Jón Gunnar Vilhelmsson, Katrín Oddsdóttir og Kristinn Hjörtur Jónasson frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þau kynntu efnahag ríkissjóðs, lánsfjármál, fjárhagsáhættur og 6. gr. fjárlagafrumvarpsins. Síðan svöruðu gestirnir spurningum nefndarmanna.

2) Önnur mál Kl. 17:39
Rætt var um þá vinnu sem framundan er við vinnslu frumvarpsins. Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 17:43
Fundargerðir 1. og 2. fundar voru samþykktar.

Fundi slitið kl. 17:44