11. fundur
fjárlaganefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 16. desember 2021 kl. 09:35


Mætt:

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) formaður, kl. 09:35
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 09:35
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:35
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:46
Eyjólfur Ármannsson (EÁ), kl. 09:45
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 09:35
Ingibjörg Isaksen (IÓI), kl. 09:35
Kristrún Frostadóttir (KFrost), kl. 09:35
Stefán Vagn Stefánsson (SVS), kl. 10:40

Vilhjálmur Árnason var fjarverandi vegna annarra þingstarfa. Allir gestir tóku þátt í fundinum með fjarfundabúnaði.

Nefndarritarar:
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Kosning 2. varaformanns Kl. 09:35
Eyjólfur Ármannsson var kosinn 2. varaformaður nefndarinnar.

2) 174. mál - fjáraukalög 2021 Kl. 09:36
Til fundarins komu Hlynur Hreinsson, Þröstur Freyr Gylfason, Viðar Helgason og Hrafn Hlynsson frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þeir kynntu frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna um efni þess. Samþykkt var að Haraldur Benediktsson yrði framsögumaður málsins.
Kl. 10:44. Til fundarins komu Runólfur Birgir Leifsson, Dagný Brynjólfsdóttir og Guðmann Ólafsson frá heilbrigðisráðuneytinu. Einnig komu Hlíf Steingrímsdóttir, Gunnar Ágúst Beinteinsson og Ólafur Darri Andrason frá Landspítalanum. Þau fóru yfir fjármál Landspítalans og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 1. mál - fjárlög 2022 Kl. 10:44
Til fundarins komu Runólfur Birgir Leifsson, Dagný Brynjólfsdóttir og Guðmann Ólafsson frá heilbrigðisráðuneytinu. Einnig komu Hlíf Steingrímsdóttir, Gunnar Ágúst Beinteinsson og Ólafur Darri Andrason frá Landspítalanum. Þau fóru yfir fjármál Landspítalans og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 12:30
Fleira var ekki gert.

5) Fundargerð Kl. 12:31
Fundargerð 10. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 12:32