23. fundur
fjárlaganefndar á 152. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn mánudaginn 31. janúar 2022 kl. 09:33


Mætt:

Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 09:33
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 2. varaformaður, kl. 09:33
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:33
Eva Dögg Davíðsdóttir (EDD) fyrir Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur (BjG), kl. 09:33
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 09:33
Ingibjörg Isaksen (IÓI), kl. 09:33
Kristrún Frostadóttir (KFrost), kl. 09:33
Stefán Vagn Stefánsson (SVS), kl. 09:33
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:33

Haraldur Benediktsson tók við fundarstjórn í fjarveru formanns en formaður kom of seint þar sem tafir urðu í innanlandsflugi vegna veðurs.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir kom á fundinn kl. 10:25 og tók þá við fundarstjórn. Bryndís Haraldsdóttir var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Ólafur Elfar Sigurðsson

Fundurinn var fjarfundur og tóku allir þátt í honum með fjarfundabúnaði.

Bókað:

1) Framkvæmdir í samgöngumálum 2022 Kl. 09:33
Til fundarins komu Ingilín Kristmannsdóttir, Árni Freyr Stefánsson og Ólafur Kr. Hjörleifsson frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Einnig komu Bergþóra Þorkelsdóttir, Guðmundur Valur Guðmundsson og Ruth Elfarsdóttir frá Vegagerðinni. Gestirnir kynntu stöðu framkvæmda í samgöngumálum og svöruðu spurningum frá nefndarmönnum um þær.
Samþykkt að kalla eftir svörum frá Vegagerðinni vegna fyrirspurna nefndarmanna sem fram komu á fundi nefndarinnar.

2) Önnur mál Kl. 11:07
Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 11:08
Fundargerð 22. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:09