25. fundur
fjárlaganefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 9. febrúar 2022 kl. 09:03


Mætt:

Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 09:03
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 2. varaformaður, kl. 09:03
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:03
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:03
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 10:26
Kári Gautason (KGaut) fyrir Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur (BjG), kl. 09:03
Kristrún Frostadóttir (KFrost), kl. 09:03
Stefán Vagn Stefánsson (SVS), kl. 09:03
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP) fyrir Ingibjörgu Ólöfu Isaksen (IÓI), kl. 09:03

Vilhjálmur Árnason var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Ólafur Elfar Sigurðsson

Gestir nefndarinnar tóku þátt í fundinum með fjarfundabúnaði.

Bókað:

1) 2. mál - fjármálastefna 2022--2026 Kl. 10:42
Haraldur Benediktsson stýrði fundinum í fjarveru formanns.
Til fundarins komu Björn Þór Hermannsson, Óttar Snædal Þorsteinsson, Íris Hannah Atladóttir, Ólafur Heiðar Helgason, Saga Guðmundsdóttir, Jón Viðar Pálmason, Dóróthea Jóhannsdóttir, Kristinn Bjarnason, Högni Haraldsson og Esther Finnbogadóttir. Þau kynntu bréf fjármála- og efnahagsráðherra dags. 7. febrúar 2022 þar sem hann fer þess á leit við fjárlaganefnd Alþingis fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands að við síðari umræðu um tillögu til þingsályktunar um fjármálastefnu fyrir árin 2022-2026 verði gerðar þær breytingar á afkomu- og skuldamarkmiðum sem tilgreindar eru í bréfinu. Einnig var kynnt minnisblað um tillögu að breytingum á fjármálastefnu fyrir árin 2022-2026 við síðari umræðu.

2) Önnur mál Kl. 10:32
Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 10:33
Fundargerð 24. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 10:34