26. fundur
fjárlaganefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Fjarfundur, mánudaginn 21. febrúar 2022 kl. 09:39


Mætt:

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) formaður, kl. 09:39
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 09:39
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 2. varaformaður, kl. 09:39
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) fyrir Vilhjálm Árnason (VilÁ), kl. 09:50
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:39
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:39
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 09:39
Kristrún Frostadóttir (KFrost), kl. 09:39
Stefán Vagn Stefánsson (SVS), kl. 09:39
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP) fyrir Ingibjörgu Ólöfu Isaksen (IÓI), kl. 09:39

Þórarinn Ingi Pétursson hefur tekið sæti sem aðalmaður í nefndinni í stað Ingibjargar Ísaksen.

Nefndarritarar:
Ólafur Elfar Sigurðsson

Gestir nefndarinnar tóku þátt í fundinum með fjarfundabúnaði.

Bókað:

1) Greinagerð um sölu á hlut ríkissjóðs í Íslandsbanka hf. Kl. 09:39
Til fundarins komu Jón Gunnar Jónsson og Lárus L. Blöndal frá Bankasýslunni og Jón Gunnar Vilhelmsson, Sigurður H. Helgason og Haraldur Steinþórsson fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þeir kynntu greinargerð fjármála- og efnahagsráðherra um sölu á hlut ríkissjóðs í Íslandsbanka hf. og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) 2. mál - fjármálastefna 2022--2026 Kl. 11:20
Þingsályktunartillagan var afgreidd til 2. umræðu. Að afgreiðslunni og nefndaráliti meiri hluta standa Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Haraldur Benediktsson, Bryndís Haraldsdóttir, Þórarinn Ingi Pétursson, Stefán Vagn Stefánsson og Ásmundur Friðriksson.
Minni hlutinn sat hjá við afgreiðslu málsins en lögð verða fram þrjú nefndarálit minni hluta.

3) Önnur mál Kl. 11:25
Fleira var ekki gert.

4) Fundargerð Kl. 11:26
Fundargerð 25. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:27