31. fundur
fjárlaganefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 14. mars 2022 kl. 09:30


Mætt:

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) formaður, kl. 09:30
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 09:30
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 2. varaformaður, kl. 09:30
Andrés Ingi Jónsson (AIJ) fyrir Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:30
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:30
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 09:30
Kristrún Frostadóttir (KFrost), kl. 09:30
Sigurður Páll Jónsson (SPJ) fyrir Bergþór Ólason (BergÓ), kl. 09:30
Stefán Vagn Stefánsson (SVS), kl. 09:30
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:30
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 09:30

Bryndís Haraldsdóttir og Eyjólfur Ármannsson tóku þátt í fundinum með fjarfundabúnaði.

Nefndarritarar:
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Íbúðahúsnæðismarkaður Kl. 09:30
Til fundarins komu Halldór Benjamín Þorbergsson, Anna Hrefna Ingimundardóttir og Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir frá Samtökum atvinnulífsins.
Kl. 10:15 Þórir Gunnarsson og Arnaldur Sölvi Kristjánsson frá Alþýðusambandi Íslands.
Gestirnir kynntu umsagnir sínar um íbúðahúsnæðismarkaðinn og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) Önnur mál Kl. 11:10
Nefndin samþykkti samhljóða tillögu formanns um að veita formanni heimild til að óska eftir umsögnum um þingmál sem til nefndarinnar er vísað, enda verði nefndarmönnum gefinn kostur á að koma að ábendingum um umsagnaraðila og umsagnarbeiðnin sett á dagskrá næsta fundar nefndarinnar þar á eftir til staðfestingar, sbr. 2. mgr. 23. gr. starfsreglna fastanefnda. Samþykkt var að kalla eftir kynningu fjármála- og efnahagsráðuneytisins á frumvarpi til fjáraukalaga fimmtudaginn 17. mars nk. Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 11:13
Fundargerð 30. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:14