38. fundur
fjárlaganefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 31. mars 2022 kl. 12:30


Mætt:

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) formaður, kl. 12:30
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 12:30
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 2. varaformaður, kl. 12:30
Arnar Þór Jónsson (AÞJ) fyrir Bryndísi Haraldsdóttur (BHar), kl. 12:30
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 12:30
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 12:30
Kristrún Frostadóttir (KFrost), kl. 12:30
Stefán Vagn Stefánsson (SVS), kl. 12:30
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 12:30
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 12:30

Eyjólfur Ármannsson tók þátt í fundinum með fjarfundabúnaði.

Nefndarritarar:
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 513. mál - fjármálaáætlun fyrir árin 2023--2027 Kl. 12:30
Til fundarins komu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra, Gísli Magnússon, Erla Hlín Hjálmarsdóttir, Sara Ögmundsdóttir og Jón Einar Sverrisson frá utanríkisráðuneytinu. Þau kynntu þann hluta fjármálaáætlunar sem er á ábyrgðarsviði ráðuneytisins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) Greinargerð um sölu á hlut ríkissjóðs í Íslandsbanka hf. Kl. 13:56
Til fundarins komu Lárus Blöndal og Jón Gunnar Jónsson frá Bankasýslunni. Þeir gerðu grein fyrir sölu á hlut ríkissjóðs í Íslandsbanka hf. og svöruðu spurningum nefndarmanna um hana.

3) 513. mál - fjármálaáætlun fyrir árin 2023--2027 Kl. 15:08
Þessum dagskrárlið var frestað.

4) Önnur mál Kl. 15:09
Fleira var ekki gert.

5) Fundargerð Kl. 15:10
Fundargerð 37. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 15:11