40. fundur
fjárlaganefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 4. apríl 2022 kl. 09:30


Mætt:

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) formaður, kl. 09:30
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 09:30
Arnar Þór Jónsson (AÞJ) fyrir Bryndísi Haraldsdóttur (BHar), kl. 10:43
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:30
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 09:30
Kristrún Frostadóttir (KFrost), kl. 09:30
Stefán Vagn Stefánsson (SVS), kl. 09:30
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:30
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 09:30

Eyjólfur Ármannsson var fjarverandi. Stefán Vagn Stefánsson tók þátt í fundinum með fjarfundabúnaði. Vilhjálmur Árnason vék af fundi kl. 9:45.

Nefndarritarar:
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Skýrsla um framtíðarþróun þjónustu Landspítala Kl. 09:30
Til fundarins komu Ásta Valdimarsdóttir, Runólfur Birgir Leifsson, Dagný Brynjólfsdóttir, Þórunn Oddný Steinsdóttir og Guðlaug Einarsdóttir frá heilbrigðisráðuneytinu. Þau kynntu skýrslu ráðuneytisins um framtíðarþróun þjónustu Landspítala sem kom út í desember 2021 og svöruðu spurningum nefndarmanna úr efni hennar.

2) Önnur mál Kl. 11:06
Samþykkt var skv. 1. mgr. 24. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis, sbr. 51. gr. þingskapa að óska eftir stuttu minnisblaði frá forsætisráðuneytinu um tilurð og vinnslu þeirra verkefna og breytinga sem felast í forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands sem tók gildi 1. febrúar 2022. Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 11:11
Fundargerð 39. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:12