47. fundur
fjárlaganefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 18. maí 2022 kl. 09:00


Mætt:

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) formaður, kl. 09:00
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 09:00
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:00
Helgi Héðinsson (HHéð) fyrir Þórarin Inga Pétursson (ÞórP), kl. 09:00
Kristrún Frostadóttir (KFrost), kl. 09:00
Stefán Vagn Stefánsson (SVS), kl. 09:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:00

Halldór Auðar Svansson og Eyjólfur Ármannsson voru fjarverandi.

Nefndarritarar:
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 456. mál - fjáraukalög 2022 Kl. 09:00
Frumvarpið var afgreitt til 2. umræðu með atkvæðum meiri hlutans en hann skipa BJG, BHar, HarB, SVS, VilÁ og HHéð. Minni hlutinn sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Meiri hlutinn stendur að nefndaráliti meiri hluta en KFrost mun leggja fram nefndarálit minni hluta.

2) 513. mál - fjármálaáætlun fyrir árin 2023--2027 Kl. 09:15
Til fundarins komu Gunnar Haraldsson, Axel Hall, Ásgeir Brynjar Torfason og Þórhildur Hansdóttir Jetztek frá fjármálaráði. Þau kynntu 11. álitsgerð ráðsins og svöruðu spurningum nefndarmanna um efni hennar.

3) Önnur mál Kl. 11:23
Fleira var ekki gert.

4) Fundargerð Kl. 11:24
Fundargerð 46. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:25