3. fundur
fjárlaganefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 21. september 2022 kl. 09:00


Mætt:

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) formaður, kl. 09:00
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 09:00
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:00
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:00
Kristrún Frostadóttir (KFrost), kl. 09:00
Stefán Vagn Stefánsson (SVS), kl. 09:00
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 09:00
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 09:00

Vilhjálmur Árnason var fjarverandi vegna starfa á vegum Alþingis erlendis. Eyjólfur Ármannsson var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Ólafur Elfar Sigurðsson

Björn Leví Gunnarsson tók þátt í fundinum með fjarfundabúnaði.

Bókað:

1) 1. mál - fjárlög 2023 Kl. 09:47
Til fundarins komu Marta Guðrún Skúladóttir, Sólrún Halldóra Þrastardóttir, Kristinn Bjarnason, Katrín Anna Guðmundsdóttir, Hilda Hrund Cortez og Hlynur Hreinsson frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þau kynntu gjaldahlið frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2023 og ýmsar forsendur sem henni tengjast.
Kl. 10:44. Hrafn Hlynsson, Högni Haraldsson frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þeir kynntu þá þætti frumvarpsins sem fjalla um efnahag ríkissjóðs, lánsfjármál og fjárhagsáhættur, ríkisábyrgðir og helstu áhættuþætti ásamt heimildargrein fjárlaga.
Kl. 11:31. Jón Viðar Pálmason og Dóróthea Jóhannsdóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þau kynntu samstæðuyfirlit A-hluta í heild.
Samþykkt var skv. 1. mgr. 24. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis, sbr. 51. gr. þingskapa að óska eftir minnisblaði frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu um greiningu á áhrifum skuldaþróunar og verðbólgu á áhættuhópa, greiningum á aðhaldsstigi frumvarpsins o.fl.

2) Önnur mál Kl. 11:37
Farið var yfir þær reglur sem gilda um upplýsingabeiðnir nefndarinnar til ráðuneytanna og stofnana ríkisins. Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 11:33
Fundargerð 2. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:34