8. fundur
fjárlaganefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 12. október 2022 kl. 09:04


Mætt:

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) formaður, kl. 09:04
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 2. varaformaður, kl. 09:04
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:04
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:04
Kristrún Frostadóttir (KFrost), kl. 09:04
Teitur Björn Einarsson (TBE), kl. 09:04
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 09:04
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 09:04

Bryndís Haraldsdóttir vék af fundi kl. 9:45. Eyjólfur Ármannsson vék af fundi kl. 11:29. Vilhjálmur Árnason var fjarverandi vegna veikinda barns. Stefán Vagn Stefánsson var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 1. mál - fjárlög 2023 Kl. 09:04
Til fundarins komu Jóhannes Þór Skúlason og Baldur Sigmundsson frá Samtökum ferðaþjónustunnar.
Kl. 10:03. Páll Björgvin Guðmundsson, Jóhannes Svavar Rúnarsson og Almar Guðmundsson frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH).
Kl. 10:47. Friðrik Jónsson og Vilhjálmur Hilmarsson frá BHM. Gestirnir kynntu umsagnir samtaka sinna og svöruðu spurningum nefndarmanna um efni þeirra.

2) Önnur mál Kl. 11:33
Samþykkt var að óska eftir því að Samtök ferðaþjónustunnar myndu senda nefndinni tölulegt ítarefni um ferðaþjónustuna. Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 11:33
Fundargerð 7. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:34