15. fundur
fjárlaganefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 2. nóvember 2022 kl. 09:15


Mætt:

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) formaður, kl. 09:15
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 09:20
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:15
Kristrún Frostadóttir (KFrost), kl. 09:15
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:19
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 09:15
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 09:15

Bryndís Haraldsdóttir var fjarverandi vegna starfa á vegum Alþingis erlendis. Stefán Vagn Stefánsson og Eyjólfur Ármannsson voru fjarverandi.

Nefndarritarar:
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 1. mál - fjárlög 2023 Kl. 09:23
Sigurður Rúnar Sigurjónsson, Sigurjón Kærnested, María Fjóla Harðardóttir, Vilborg Gunnarsdóttir og Þorsteinn Skúli Sveinsson frá Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu.
Kl. 10:08. Albertína Friðbjörg Elíasdóttir og Lára Halldóra Eiríksdóttir frá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi eystra. Þær tóku þátt í fundinum með fjarfundabúnaði.
kl. 10:25. Runólfur Pálsson og Ólafur Darri Andrason frá Landspítalanum.
Kl. 11:35. Hildigunnur Svavarsdóttir, Sigurður Einar Sigurðsson og Guðmundur Magnússon frá Sjúkrahúsinu á Akureyri.
Gestirnir kynntu umsagnir sínar og svöruðu spurningum nefndarmanna um efni þeirra.

2) Önnur mál Kl. 12:10
Samþykkt var skv. 1. mgr. 24. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis, sbr. 51. gr. þingskapa að óska eftir minnisblaði um kaup ríkissjóðs á fyrirtækinu Auðkenni ehf o.fl. Einnig var ákveðið að óska eftir upplýsingum frá Heilbrigðisráðuneytinu um framlög til sálfræðiþjónustu í fjárlagafrumvarpinu. Þá voru lagðar fram spurningar frá nefndarmönnum um málefni ÍL-sjóðs sem ákveðið var að óska svara við frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 12:11
Fundargerð 14. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 12:14