19. fundur
fjárlaganefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 14. nóvember 2022 kl. 09:38


Mætt:

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) formaður, kl. 09:38
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 09:38
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 2. varaformaður, kl. 09:38
Arnar Þór Jónsson (AÞJ), kl. 09:38
Björgvin Jóhannesson (BJóh), kl. 09:38
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:38
Högni Elfar Gylfason (HEG), kl. 09:38
Kristrún Frostadóttir (KFrost), kl. 09:57
Stefán Vagn Stefánsson (SVS), kl. 09:38
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 09:38
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 09:47

Kristrún Frostadóttir vék af fundi kl. 10:37 og í hennar stað tók sæti Jóhann Páll Jóhannsson.

Nefndarritarar:
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 409. mál - fjáraukalög 2022 Kl. 09:38
Til fundarins komu Björn Þór Hermannsson, Katrín Anna Guðmundsdóttir Jón Viðar Pálmason, Hlynur Hreinsson, Marta Guðrún Skúladóttir, Marta Birna Baldursdóttir, Sólrún Halldóra Þrastardóttir og Hrafn Hlynsson frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þau kynntu frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna um efni þess. Samþykkt var að Haraldur Benediktsson yrði framsögumaður málsins.
Samþykkt var skv. 1. mgr. 24. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis, sbr. 51. gr. þingskapa að óska eftir staðfestingu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu að þau gjöld sem flokkuð eru sem Covit gjöld í frumvarpinu uppfylli öll þau skilyrði að geta talist slík gjöld.

2) Skýrsla fjármálaráðherra um ÍL-sjóð Kl. 10:50
Rætt var um opinn fund sem ætlunin er að halda með fjármála- og efnahagsráðherra um skýrslu sem hann hefur gefið út um ÍL-sjóð. Þá var rætt um lögfræðiálit vegna áforma fjármála- og efnahagsráðherra um málefni ÍL-sjóðs sem fram koma í skýrslunni.

3) Önnur mál Kl. 10:58
Rætt var um vinnuna sem framundan er. Einnig var rætt um möguleika á því að nefndin fjallaði um þau mál sem fram koma í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á hluta af hlutafjáreign ríkissjóðs í Íslandsbanka hf. og eru á ábyrgðarsvið fjárlaganefndar en sú skýrsla er til meðferðar hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. Samþykkt var skv. 1. mgr. 24. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis, sbr. 51. gr. þingskapa að óska eftir minnisblaði frá háskóla,- iðnaðar og nýsköpunarráðuneyti um námslán og nemendaíbúðir.

4) Fundargerð Kl. 11:18
Fundargerð 18. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:19