23. fundur
fjárlaganefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 23. nóvember 2022 kl. 09:33


Mætt:

Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 09:33
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 2. varaformaður, kl. 09:33
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:33
Jódís Skúladóttir (JSkúl) fyrir Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur (BjG), kl. 09:33
Kristrún Frostadóttir (KFrost), kl. 09:33
Stefán Vagn Stefánsson (SVS), kl. 09:33
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:33
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 09:33
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 09:33

Bryndís Haraldsdóttir var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 409. mál - fjáraukalög 2022 Kl. 09:33
Til fundarins komu Björn Þór Hermannsson, Katrín Oddsdóttir og Gunnar Björnsson frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þau lögðu fram bréf dags. 22. nóvember 2022 frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Í því er fjallað um lífeyrisaukasjóð LSR og lögð fram breytingatillaga við aðra umræðu frumvarpsins. Gestirnir kynntu efni bréfsins og svöruðu spurningum um efni þess og tilurð lífeyrisaukasjóðs LSR. Ákveðið var að nefndaritarar tækju saman yfirlit yfir það helsta sem fram kom á fundinum og undirbyggju tillögu að næstu skrefum í áframhaldandi vinnslu málsins.

2) 1. mál - fjárlög 2023 Kl. 11:05
Lagt var fram minnisblað frá nefndasviði Alþingis um forsendur fjárlagafrumvarps og boðun ráðherra á fund.

3) Önnur mál Kl. 11:09
Rætt var um vinnuna sem framundan er. Fleira var ekki gert.

4) Fundargerð Kl. 11:10
Fundargerð 22. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:11