47. fundur
fjárlaganefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 19. apríl 2023 kl. 09:00


Mætt:

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) formaður, kl. 09:00
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 09:00
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:00
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:00
Jóhann Páll Jóhannsson (JPJ), kl. 09:00
Sigurjón Þórðarson (SigurjÞ), kl. 09:00
Stefán Vagn Stefánsson (SVS), kl. 09:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:00
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 09:00
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 09:00

Vilhjálmur Árnason vék af fundi kl. 11:12. Bryndís Haraldsdóttir vék af fundi vegna annarra þingstarfa kl. 11:19. Sigurjón Þórðarson vék af fundi kl. 11:48.

Nefndarritarar:
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 894. mál - fjármálaáætlun fyrir árin 2024--2028 Kl. 09:00
Til fundarins komu Björn Þór Hermannsson, Helga Jónsdóttir, Ólafur Heiðar Helgason, Óttar Snædal Þorsteinsson, Kristinn Bjarnason, Hlynur hreinsson, Marta Guðrún Skúladóttir, Sólrún Halldóra Þrastardóttir, Hrefna Rós Matthíasdóttir, Högni Haraldsson, Esther Finnbogadóttir, Þröstur Freyr Gylfason og Guðrún Birna Finnsdóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Forsendur áætlunarinnar voru kynntar og síðan var spurningum frá nefndarmönnum svarað.

2) Önnur mál Kl. 12:03
Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 12:04
Fundargerð 46. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 12:05