57. fundur
fjárlaganefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, mánudaginn 6. maí 2024 kl. 09:33


Mætt:

Stefán Vagn Stefánsson (SVS) formaður, kl. 09:33
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF) 1. varaformaður, kl. 09:33
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 2. varaformaður, kl. 09:33
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF), kl. 09:33
Kristrún Frostadóttir (KFrost), kl. 09:33
Orri Páll Jóhannsson (OPJ) fyrir Jódísi Skúladóttur (JSkúl), kl. 09:03
Teitur Björn Einarsson (TBE), kl. 09:33
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:33
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 09:33

Teitur Björn Einarsson og Njáll Trausti Friðbertsson tóku þátt í fundinum með fjarfundabúnaði. Björn Leví Gunnarsson var fjarverandi vegna veikinda.

Nefndarritarar:
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 1035. mál - fjármálaáætlun fyrir árin 2025–2029 Kl. 09:33
Til fundarins kom Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra. Með henni komu Katrín Anna Guðmundsdóttir, Guðni Geir Einarsson, Kári Gautason, Hildur Dungal og Árni Freyr Stefánsson frá innviðaráðuneytinu.
Kl. 10:40. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. Með henni komu Gísli Þór Magnússon, Sara Ögmundsdóttir og Andri Egilsson frá utanríkisráðuneytinu.
Ráðherrarnir kynntu þau málefnasvið og málaflokka sem eru á ábyrgðarsviði ráðuneytis þeirra og svöruðu síðan spurningum nefndarmanna ásamt starfsfólki ráðuneytanna.

2) Önnur mál Kl. 11:48
Samþykkt var skv. 1. mgr. 24. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis, sbr. 51. gr. þingskapa að óska eftir minnisblöðum um „vörumerkið Iceland", um framtíðaráform um opnun sendiráðs Íslands í Madríd á Spáni, um húsnæðisstefnuna, strandflutninga og aðgerðir til að létta á þjóðvegakerfinu og um stjórnskipulag samgöngusáttmálans. Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 11:51
Fundargerð 56. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:54