4. fundur
fjárlaganefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 17. október 2011 kl. 10:03


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 10:03
Arnbjörg Sveinsdóttir (ArnbS) fyrir KÞJ, kl. 10:03
Ásbjörn Óttarsson (ÁsbÓ), kl. 10:03
Björgvin G. Sigurðsson (BjörgvS), kl. 10:03
Björn Valur Gíslason (BVG), kl. 10:16
Davíð Stefánsson (DSt) fyrir ÁÞS, kl. 10:11
Sigmundur Ernir Rúnarsson (SER), kl. 10:03
Vigdís Hauksdóttir (VigH) fyrir HöskÞ, kl. 10:35

Nefndarritari: Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 1. mál - fjárlög 2012
Umhverfisráðuneyti: Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir. Lögð fram sundurliðun á fjárlagaramma ráðuneytisins.

2) 97. mál - fjáraukalög 2011
Umhverfisráðuneyti: Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir. Lagt fram yfirlit.

3) 1. mál - fjárlög 2012
Iðnaðarráðuneyti: Kristján Skarphéðinsson og Jón Óskar Hallgrímsson. Lögðu fram yfirlit.

4) 97. mál - fjáraukalög 2011
Iðnaðarráðuneyti: Kristján Skarphéðinsson og Jón Óskar Hallgrímsson. Lögðu fram yfirlit.

5) Önnur mál.
Kynnt var efni sem fjallað verður um á fundi með AGS næstkomandi miðvikudag.
Lögð fram ítargögn um rammafjárlagagerð í Svíþjóð.
Lögð fram ítargögn frá AGS.
Formaður leggur fram tillögu um heimild til að ráða túlk fyrir fundinn með AGS. Samþykkt án athugasemda af viðstöddum: ArnbS, ÁsbÓ, SII, DSt og BjörgvS.
Formaður lagði til að formaður, varaformaður og Ásbjörn Óttarsson ættu sæti í undirnefnd eða vinnuhóp sem legði fram tillögur fyrir nefndina um eftirlit með framkvæmd fjárlaga og í fleiri málum. Samþykkt án athugasemda.
Lagt fram minnisblað frá yfirlögfræðingi þingsins, dags. 16.10.2011. Formaður lagði til að minnisblaðinu yrði vísað til undirhópsins.

Illugi Gunnarsson var fjarverandi.
Kl: 10:46 Vigdís Hauksdóttir vék af fundi vegna annars fundar kl. 11:00.
Kl: 10:50. Björgvin G. vék af fundi til kl. 12:16.
Kl. 11:45. Björn Valur vék af fundi vegna fundar með þingflokksformönnum og forseta Alþingis.
Kl. 11:52. Sigmundur Ernir vék af fundi.

Fundi slitið kl. 12:28