62. fundur
fjárlaganefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í herbergi forsætisnefndar, miðvikudaginn 13. júní 2012 kl. 19:00


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 19:00
Álfheiður Ingadóttir (ÁI) fyrir ÁÞS, kl. 19:00
Björn Valur Gíslason (BVG), kl. 19:00
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir (EIS) fyrir ÁsbÓ, kl. 19:00
Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ), kl. 19:00
Illugi Gunnarsson (IllG), kl. 19:00
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG) fyrir SER, kl. 19:15
Kristján Þór Júlíusson (KÞJ), kl. 19:00
Lúðvík Geirsson (LGeir) fyrir BjörgvS, kl. 19:00
Þór Saari (ÞSa), kl. 19:00

Nefndarritari: Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 718. mál - heimild til að fjármagna gerð jarðganga undir Vaðlaheiði Kl. 19:02
Samþykkt að afgreiða frumvarpið úr nefndinni til þriðju umræðu án framhaldsnefndarálits með atkvæðum BVG, SII, HÞÞ, KÞJ, ÁI, LGeir og JRG.
IllG, ÞS og EIS sátu hjá við afgreiðslu málsins.

2) Önnur mál. Kl. 19:29
Samþykkt að beina þeim tilmælum til fjármálaráðuneytisins að vinnslu minnisblaðs, sem formaður hafði áður óskað eftir frá fjármálaráðuneytinu um áhrif úrskurðar úrskurðarnefndar um SpKef á ríkissjóð, yrði hraðað eins og kostur væri. Óskað var eftir upplýsingum um hvaða áhrif úrskurðurinn gæti haft á skuldastöðu ríkissjóðs, niðurstöðu ársins 2011, fjárlög yfirstandandi árs og áætlanir í ríkisfjármálum til næstu ára.

Fleira var ekki gert.

3) Samþykkt fundargerðar. Kl. 19:29
Viðstaddir fundarmenn samþykktu fundargerð.

Fundi slitið kl. 19:30