6. fundur
fjárlaganefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 28. september 2012 kl. 09:03


Mættir:

Björn Valur Gíslason (BVG) formaður, kl. 09:03
Ásbjörn Óttarsson (ÁsbÓ), kl. 09:03
Björgvin G. Sigurðsson (BjörgvS), kl. 09:03
Kristján Þór Júlíusson (KÞJ), kl. 09:54
Lúðvík Geirsson (LGeir), kl. 09:03
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 09:54
Sigmundur Ernir Rúnarsson (SER), kl. 09:03
Vigdís Hauksdóttir (VigH) fyrir HöskÞ, kl. 09:04
Þór Saari (ÞSa), kl. 11:00

Nefndarritari: Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Samþykkt fundargerða. Kl. 09:05
Fundargerð samþykkt af öllum viðstöddum. Vigdís Hauksdóttir gerir þá athugasemd við lið 2 í fundargerð 4. fundar um bókhaldskerfi ríkisins að ekki komi fram nægilega greinargóðar upplýsingar um hvað fram fór á fundinum.

2) 1. mál - Fjárlög 2013 Kl. 09:53
Frá velferðarráðuneyti: Dagný Brynjólfsdóttir, Hermann Bjarnason, Sturlaugur Tómasson, Einar Njálsson, Unnur Ágústsdóttir og Hrönn Ottósdóttir.

3) 153. mál - fjáraukalög 2012 Kl. 11:56
Sömu gestir eins og í tölulið 2.

4) Fjársýsla ríkisins. Kl. 12:07 - Opið fréttamönnum
Frá Fjársýslu ríkisins komu Gunnar H. Hall, Stefán Kærnested og Pétur Jónsson.
Rætt um kostnað og öryggismál vegna upplýsingakerfa ríkisins.

5) Önnur mál. Kl. 14:40
Samþykkt að Sigmundur Ernir Rúnarsson verði framsögumaður varðandi frumvarp um sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum.

Samþykkt af meiri hluta nefndarinnar að fresta því að senda frumvarp til fjáraukalaga 2012 til umsagnar hjá Ríksendurskoðun.

6) Samþykkt fundargerðar. Kl. 14:40
Viðstaddir fundarmenn samþykktu fundargerðina.

Fundi slitið kl. 14:39