16. fundur
fjárlaganefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 31. október 2012 kl. 09:06


Mættir:

Björn Valur Gíslason (BVG) formaður, kl. 09:06
Ásbjörn Óttarsson (ÁsbÓ), kl. 09:06
Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ), kl. 09:06
Kristján Þór Júlíusson (KÞJ), kl. 09:06
Lúðvík Geirsson (LGeir), kl. 09:06
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 09:14
Sigmundur Ernir Rúnarsson (SER), kl. 09:14
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 09:28

Nefndarritari: Jón Magnússon

Bókað:

1) 153. mál - fjáraukalög 2012 Kl. 09:09
Frá fjármálaráðuneyti: Maríanna Jónasdóttir, Hrafn Steinarsson og Nökkvi Bragason.
Frá velferðarráðuneyti: Anna Lilja Gunnarsdóttir, Sturlaugur Tómasson og Hrönn Ottósdóttir.

2) Önnur mál. Kl. 12:08
Ekki voru fleiri mál á dagskrá.

Ragnheiður vék af fundi kl. 11:55. Björgvin G. og Þór Saari voru fjarverandi.

Kristján Þór, Ásbjörn, Ragnheiður og Höskuldur lögðu fram eftirfarandi bókun:
Undirrituð óska eftir að fá afrit af öllum tillögum og beiðnum ráðuneyta, stofnana þeirra og fjárlagaliða um framlög á fjáraukalögum 2012. Hér er einnig átt við allar beiðnir og gögn sem þau varða um framlög sem ekki voru samþykkt af ríkisstjórn og koma því ekki fram í frumvarpi til fjáraukalaga 2012.
Í þessu sambandi er vísað til 51. gr. laga nr. 55/1991 um þingsköp Alþingis.
„Ef að minnsta kosti fjórðungur nefndarmanna krefst þess að nefnd fái aðgang að gögnum frá stjórnvöldum út af máli sem nefndin hefur til umfjöllunar skal stjórnvald verða við beiðni nefndarinnar þess efnis eins skjótt og unnt er og eigi síðar en sjö dögum frá móttöku beiðninnar. Því aðeins er heimilt að takmarka aðgang nefndar að gögnum að hagsmunir hennar af því að kynna sér efni þeirra eigi að víkja fyrir mun ríkari opinberum hagsmunum eða einkahagsmunum. Rökstyðja skal slíka synjun skriflega.
Ef lögmætar ástæður eru fyrir beiðni um að trúnaðar sé gætt um efni gagna skulu nefndarmenn kynna sér gögnin á lokuðum fundi án þess að fara með þau út af fundinum. Sá sem lætur nefndinni í té slík gögn getur þó heimilað að nefndarmenn taki afrit með sér út af fundi og skulu nefndarmenn þá gæta þess vandlega að óviðkomandi geti ekki kynnt sér þau.“
Áður hefur verið óskað eftir þessum göngum en meiri hluti fjárlaganefndar hafnaði henni. Einnig var óskað eftir þessu á fundi með fjármálaráðherra og starfsmönnum fjármálaráðuneytisins þann 24. október 2012. Brýnt er eða orðið verði við þessum óskum í ljósi þess að fjárlaganefnd hefur nú til meðferðar frumvarp fjármálaráðherra að fjáraukalögum ársins 2012.

3) Samþykkt fundargerðar. Kl. 12:08
Fundargerð var samþykkt af: Birni Val, Valgerði, Lúðvík, Sigmundi Erni, Ásbirni, Kristjáni og Höskuldi.

Fundi slitið kl. 12:08