19. fundur
fjárlaganefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 5. nóvember 2012 kl. 09:38


Mættir:

Björn Valur Gíslason (BVG) formaður, kl. 09:38
Ásbjörn Óttarsson (ÁsbÓ), kl. 09:38
Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ), kl. 09:38
Kristján Þór Júlíusson (KÞJ), kl. 09:38
Lúðvík Geirsson (LGeir), kl. 09:38
Sigmundur Ernir Rúnarsson (SER), kl. 09:38
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 09:38
Þór Saari (ÞSa), kl. 09:38

Nefndarritari: Jón Magnússon

Bókað:

1) 1. mál - fjárlög 2013 Kl. 09:39
Áhrif nýrrar þjóðhagsspár á tekjuáætlun fjárlaga. Frá Hagstofu Íslands: Marinó Melsteð, Björn Ragnar Björnsson og Elísa Kaloinen.

2) 153. mál - fjáraukalög 2012 Kl. 11:00
Samþykkt að fallast á breytingartillögur fyrir 2. umræðu fjáraukalaganna.
Nefndarálit samþykkt af meiri hluta nefndarinnar.

3) Önnur mál. Kl. 11:15
Dreift minnisblaði frá aðallögfræðingi Alþingis um bókun minni hluta fjárlaganefndar varðandi uppýsingar vegna fjáraukalagagerðar 2012.

4) Samþykkt fundargerðar. Kl. 11:20
Fundargerð samþykktu BVG, ÁsbÓ, HöskÞ, KÞJ, LGeir, SER, VBj og ÞSa.


Fundi slitið kl. 11:21