34. fundur
fjárlaganefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 12. desember 2012 kl. 09:14


Mættir:

Björn Valur Gíslason (BVG) formaður, kl. 09:14
Ásbjörn Óttarsson (ÁsbÓ), kl. 09:14
Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ), kl. 09:14
Kristján Þór Júlíusson (KÞJ), kl. 09:14
Lúðvík Geirsson (LGeir), kl. 09:14
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 09:37
Sigmundur Ernir Rúnarsson (SER), kl. 09:14
Skúli Helgason (SkH) fyrir BjörgvS, kl. 09:41
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 09:14

Björgvin G. Sigurðsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Jón Magnússon

Bókað:

1) 151. mál - sala á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum Kl. 09:14
Dreift var drögum að nefndaráliti. Tillaga gerð um eina breytingu á frumvarpinu. Áætlað að ljúka málinu í nefndinni fyrir jólafrí.

2) Fjármögnun Ríkisútvarpsins. Kl. 09:36
Allsherjar- og menntamálanefnd hefur óskað eftir umsögn fjárlaganefndar á ákvæði 14. gr. frumvarps til laga um Ríkisútvarpið.

3) Önnur mál. Kl. 09:41
Rætt um væntanlega umsögn fjárlaganefndar til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar vegna frumvarps til laga um stjórnarskipunarlög. Varaformaður mun halda utan um málið.

Lagðar fram nýjar skýringar við ákvæði 7.10 í 6. gr. frumvarps til fjárlaga 2013 sem varðar heimildagrein vegna Hörpu. Lagt fram endurbætt nefndarálit meiri hluta fjárlaganefndar fyrir 3. umræðu frumvarps fjárlaga 2013. Fjárhæðir breytast ekki. Meiri hluti samþykkir að málið verði tekið út að nýju og gangi til 3 umræðu. fjárlaga. Minni hluti á móti.

4) Samþykkt fundargerðar. Kl. 10:29
Fundargerð samþykktu BVG, ÁsbÓ, HöskÞ, KÞJ, LGeir, RR, SER og VBj.

Fundi slitið kl. 10:39