1. fundur
fjárlaganefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 4. október 2013 kl. 09:30


Mættir:

Vigdís Hauksdóttir (VigH) formaður, kl. 09:30
Oddný G. Harðardóttir (OH) 2. varaformaður, kl. 09:30
Bjarkey Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:30
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:30
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:30
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:30
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG), kl. 09:30

Karl Garðarsson var fjarverandi vegna starfa hjá Evrópuráðinu á vegum Alþingis. Guðlaugur Þór Þórðarson og Ásmundur Einar Daðason voru fjarverandi.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Sameiginlegur fundur fjárlaganefndar og efnahags- og viðskiptanefndar. Frosti Sigurjónsson stýrði fundi.

Bókað:

1) Starfsemi og áætlun bankasýslunnar Kl. 09:30
Bankasýsla ríkisins: Jón Gunnar Jónsson, Guðrún Ragnarsdóttir og Hulda Dóra Styrmisdóttir. Farið var yfir starfsemi og áætlun Bankasýslu ríkisins. Lögð var fram kynning á á starfsemi stofnunarinnar, samanburði hennar við systurstofnanir í Bretlandi og Hollandi, horfur á endurheimtum á fjárframlögum ríkisins til fjármálafyrirtækja og aðstæður á fjármálamörkuðum.
Þessi hluti fundarins var sameiginlegur með efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis og tók Frosti Sigurjónsson við fundarstjórn á meðan á honum stóð.

2) Önnur mál Kl. 10:28
Fleiri mál voru ekki rædd.

3) Fundargerðir fjárlaganefndar á 143. þingi Kl. 10:29
Afgreiðslu fundargerða var frestað þar sem þingfundur var að hefjast.

Fundi slitið kl. 10:30