11. fundur
fjárlaganefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 4. nóvember 2013 kl. 09:30


Mættir:

Vigdís Hauksdóttir (VigH) formaður, kl. 09:30
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) 1. varaformaður, kl. 09:48
Oddný G. Harðardóttir (OH) 2. varaformaður, kl. 09:38
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD), kl. 09:42
Bjarkey Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:30
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:43
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:30
Karl Garðarsson (KG), kl. 09:30
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG), kl. 09:30

Helgi Hrafn Gunnarsson var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 1. mál - fjárlög 2014 Kl. 09:30
Rætt var um vinnuna sem fram undan er við frumvarp til fjárlaga 2014. Rætt var um þau erindi sem nefndinni hafa borist. Þá var rætt um framkvæmd fjárlaga. Samþykkt var að óska eftir því við forseta Alþingis að umræður yrðu í þinginu um skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga janúar til júní 2013.

Oddný ítrekaði beiðni minni hlutans um að haldinn yrði fundur með ráðherrum um Íbúðalánasjóð í samræmi við þingsköp Alþingis innan þriggja daga frá því ósk um það barst formanni. Formaður vísar til þess að þá þegar hafði verið ákveðið að halda slíkan fund 11. nóvember og þannig væri komið til móts við ósk minni hlutans. Oddný ítrekar beiðni um skriflegar skýringar á því að formaður hafnaði því að flýta fundinum.

2) Önnur mál Kl. 10:48
Fleiri mál voru ekki rædd.

3) Fundargerðir fjárlaganefndar á 143. þingi Kl. 11:05
Fundargerð 10. fundar samþykktu Vigdís, Guðlaugur, Oddný, Karl, Brynhildur, Bjarkey, Haraldur, Ásmundur Einar og Valgerður.

Fundargerð 11. fundar samþykktu Vigdís, Guðlaugur, Oddný, Karl, Brynhildur, Bjarkey, Haraldur, Ásmundur Einar og Valgerður.

Fundi slitið kl. 11:05