19. fundur
fjárlaganefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 22. nóvember 2013 kl. 09:11


Mættir:

Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) 1. varaformaður, kl. 09:11
Oddný G. Harðardóttir (OH) 2. varaformaður, kl. 09:11
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD), kl. 09:25
Bjarkey Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:11
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:11
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG), kl. 09:17

Vigdís Hauksdóttir, Haraldur Benediktsson og Helgi Hrafn Gunnarsson voru fjarverandi. Karl Garðarsson var fjarverandi vegna starfa á vegum Alþingis erlends. Ásmundur Einar Daðason vék af fundi kl. 9.26, kom til baka kl. 9.53 og vék af fundi kl. 10.48.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 1. mál - fjárlög 2014 Kl. 10:30
Fjármála- og efnahagsráðuneyti: Hafsteinn S. Hafsteinsson.
Farið var yfir 6. grein fjárlaga.

2) Framkvæmd fjárlaga janúar-júní 2013 Kl. 09:11
Ekki var rætt um þennan dagskrárlið.

3) Breyting á lögum um markaðar tekjur Kl. 09:11
Farið var yfir drög að drög að frumvarpi um markaðar tekjur. Fundi var frestað frá 9:54 til 10:15.

4) Önnur mál Kl. 11:02
Rætt var um þá vinnu sem fram undan er við umsögn um þingsályktunartillögu um byggingu nýs Landsspítala sem velferðarnefnd hefur vísað til fjárlaganefndar. Bent var á að þessu máli, sem lýtur að fjármögnun á nýjum spítala, er vísað til velferðarnefndar en ekki fjárlaganefndar. Fram kom að þessi ábending geti átt við um fleiri þingmál.

5) Fundargerðir fjárlaganefndar á 143. þingi Kl. 11:14
Fundargerðina samþykktu Guðlaugur Þór Þórðarson, Valgerður Gunnarsdóttir, Oddný Harðardóttir, Brynhildur Pétursdóttir og Bjarkey Gunnarsdóttir.

Fundi slitið kl. 11:15