25. fundur
fjárlaganefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 4. desember 2013 kl. 09:00


Mættir:

Vigdís Hauksdóttir (VigH) formaður, kl. 09:01
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) 1. varaformaður, kl. 09:09
Oddný G. Harðardóttir (OH) 2. varaformaður, kl. 09:41
Bjarkey Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:05
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:01
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:01
Karl Garðarsson (KG), kl. 09:17
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG), kl. 09:54

Ásmundur Einar Daðason verður fjarverandi á næstunni vegna veikinda og sat Sigurður Páll Jónsson fundinn í hans stað sem áheyrnarfulltrúi í dag, en hann mun síðan sitja sem varamaður Ásmundar þegar hann hefur undirritað drengskaparheit þingmanna.
Helgi Hrafn Gunnarsson var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Fjárhagsstaða og framtíðarsýn Kl. 09:03
Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, Kadeco: Kjartan Þór Eiríksson og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson. Gestirnir gerðu grein fyrir starfsemi félagsins.

2) 199. mál - fjáraukalög 2013 Kl. 10:09
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti: Ólafur Friðriksson, Hanna Dóra Másdóttir og Helga Óskarsdóttir.
Umhverfis- og auðlindaráðuneyti: Stefán Thors og Björgvin Valdimarsson.

3) Önnur mál Kl. 11:29
Oddný G. Harðardóttir óskaði eftir afriti af þeim tillögum ráðuneytanna sem ekki voru samþykktar í frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 2013. Fleira var ekki gert.

4) Fundargerðir fjárlaganefndar á 143. þingi Kl. 11:30
Fundargerðin var samþykkt af Vigdísi Hauksdóttur, Guðlaugi Þór Þóraðarsyni, Oddnýju Harðardóttur, Bjarkeyju Gunnarsdóttur, Brynhildi Pétursdóttur, Haraldi Benediktssyni, Karli Garðarssyni og Valgerði Gunnarsdóttur.

Fundi slitið kl. 11:40