32. fundur
fjárlaganefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 11. desember 2013 kl. 19:16


Mættir:

Vigdís Hauksdóttir (VigH) formaður, kl. 19:16
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) 1. varaformaður, kl. 19:16
Oddný G. Harðardóttir (OH) 2. varaformaður, kl. 19:16
Bjarkey Gunnarsdóttir (BjG), kl. 19:16
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 19:16
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 19:16
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) fyrir KG, kl. 19:16
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG), kl. 19:16
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) fyrir ÁsmD, kl. 19:16

Helgi Hrafn Gunnarsson áheyrnarfulltrúi var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 1. mál - fjárlög 2014 Kl. 19:17
Lögð fram drög að nefndaráliti meiri hluta til 2. umræðu.

Allir nefndarmenn samþykkja að fundurinn standi fram yfir upphaf þingfundar kl. 20:00.

Frumvarpið var afgreitt til 2. umræðu með atkvæðum meiri hlutans. Hann skipa Vigdís Hauksdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarsson, Líneik Anna Sævarsdóttir, Haraldur Benediktsson, Valgerður Gunnarsdóttir og Willum Þór Þórsson.

Minni hlutinn, Oddný G. Harðardóttir og Bjarkey Gunnarsdóttir, leggst gegn því að málið sé afgreitt úr nefndinni. Brynhildur Pétursdóttir situr hjá. Þær munu leggja fram hver sitt nefndarálitið. Þá gera þær athugasemd við að nefndarálit meiri hluta sé ekki lagt fram þegar málið er afgreitt úr nefndinni.

Minni hlutinn, Oddný G. Harðardóttir, Bjarkey Gunnarsdóttir og Brynhildur Pétursdóttir leggja fram eftirfarandi bókun: „Minni hlutinn átelur þann hraða sem hefur einkennt vinnu fjárlaganefndar síðustu daga eftir seinagang lengi vel þar á undan. Tillögur hafa tekið örum breytingum og lítill tími gefinn til að rýna tölur og bakgrunn þeirra. Óásættanlegt er að ekki fylgi nefndarálit. Mikil hætta er á að mistök eigi sér stað þegar vinnulag og skipulag er með slíkum hætti.“

2) Önnur mál Kl. 20:15
Fleira var ekki gert.

3) Fundargerðir fjárlaganefndar á 143. þingi Kl. 20:16
Afgeiðslu fundargerðar var frestað.

Fundi slitið kl. 20:16