37. fundur
fjárlaganefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 19. desember 2013 kl. 15:30


Mættir:

Vigdís Hauksdóttir (VigH) formaður, kl. 15:31
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) 1. varaformaður, kl. 15:31
Oddný G. Harðardóttir (OH) 2. varaformaður, kl. 15:31
Bjarkey Gunnarsdóttir (BjG), kl. 15:31
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 15:31
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 15:31
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 15:31
Karl Garðarsson (KG), kl. 15:31
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG), kl. 15:31
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) fyrir ÁsmD, kl. 15:31

Helgi Hrafn Gunnarsson vék af fundi kl. 16:15.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 1. mál - fjárlög 2014 Kl. 15:32
Seðlabanki Íslands: Arnór Sighvatsson og Þorvarður Tjörvi Ólafsson. Nefndarmenn samþykktu að fundurinn mætti standa fram yfir upphaf þingfundar.

Lögð fram drög að nefndaráliti meiri hluta ásamt breytingatillögum sem formaður kynnti.

Oddný, Brynhildur og Bjarkey eru meðflutningsmenn á breytingartillögum sem varða velferðarráðuneytið, fjárveitingar til Vinnumálastofnunar og fjárveitingar til afmælis kosningaréttar kvenna.

Frumvarpið var afgreitt til 3. umræðu með drögum að nefndaráliti meiri hluta með atkvæðum Vigdísar Hauksdóttur, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, Karls Garðarssonar, Haraldar Benediktssonar, Valgerðar Gunnarsdóttur og Willums Þórs Þórssonar.
Minni hluti nefndarinnar, en hann skipa Oddný Harðardóttir, Bjarkey Gunnarsdóttir, greiðir atkvæði gegn því að afgreiða málið til 3. umræðu. Brynhildur Pétursdóttir sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Fulltrúar minni hlutans munu hver um sig skila nefndaráliti.

Oddný og Bjarkey bóka eftirfarandi: „Við gerum athugasemdir við að gert sé ráð fyrir tekjum vegna losunarheimilda en ekki útgjöldum til umhverfismála eins og lög um loftslagsmál, nr. 70/2012, gera ráð fyrir. Einnig mótmælum við því harðlega að framlag til Byggðastofnunar vegna brothættra byggða sé tekið af öðrum byggðaverkefnum, en það er í andstöðu við samninga formanna flokkanna um þinglok.“

2) Önnur mál Kl. 16:40
Fleira var ekki gert.

3) Fundargerðir fjárlaganefndar á 143. þingi Kl. 16:45
Afgreiðslu fundargerðar var frestað.

Fundi slitið kl. 16:45