47. fundur
fjárlaganefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 26. febrúar 2014 kl. 09:00


Mættir:

Vigdís Hauksdóttir (VigH) formaður, kl. 09:00
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) 1. varaformaður, kl. 09:05
Oddný G. Harðardóttir (OH) 2. varaformaður, kl. 09:01
Bjarkey Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:17
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:00
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:00
Karl Garðarsson (KG), kl. 09:00
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG), kl. 09:17

Helgi Hrafn Gunnarsson áheyrnarfulltrúi var fjarverandi vegna fundar í velferðarnefnd. Ásmundur Einar Daðason var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Veikleikamat við framkvæmd fjárlaga 2014 Kl. 09:00
Fjármála- og efnahagsráðuneyti: Sigurður Helgi Helgason, Ingþór Karl Eiríksson og Viðar Helgason. Rætt var um veikleikamat við framkvæmd fjárlaga 2014.

2) Önnur mál Kl. 10:48
Oddný G. Harðardóttir leggur fram eftirfarandi bókun: „Undirrituð vill með þessari bókun mótmæla því harðlega að ósk um fund um veikleika á tekjuhlið fjárlaga hafi verið hafnað af formanni nefndarinnar. Fjárlaganefnd á að hafa eftirlit bæði með tekju- og gjaldahlið fjárlaga og því mótmælir undirrituð því að formaður vilji ekki rækja það hlutverk nefndarinnar og hafni fundarbeiðni er það varðar.“

Vigdís Hauksdóttir mótmælir bókuninni og bendir á að hún hafi ekki neitað að ræða tekjuhlið fjárlaga.

3) Fundargerðir fjárlaganefndar á 143. þingi Kl. 10:49
Afgreiðslu fundargerðar var frestað til næsta fundar.

Fundi slitið kl. 10:50