56. fundur
fjárlaganefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 28. apríl 2014 kl. 09:30


Mættir:

Vigdís Hauksdóttir (VigH) formaður, kl. 09:29
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) 1. varaformaður, kl. 09:36
Oddný G. Harðardóttir (OH) 2. varaformaður, kl. 09:29
Bjarkey Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:29
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:29
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:29
Karl Garðarsson (KG), kl. 09:29
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG), kl. 09:33

Haraldur Einarsson var fjarverandi. Helgi Hrafn Gunnarsson áheyrnarfulltrúi var fjarverandi vegna fundar hjá velferðarnefnd.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Kynning á starfsemi Ríkiskaupa Kl. 09:30
Ríkiskaup: Halldór Ó. Sigurðsson, Guðmundur Hannesson, Dagmar Sigurðardóttir og Sigurður Kr. Björnsson. Gestirnir kynntu starfsemi Ríkiskaupa.

2) 484. mál - séreignarsparnaður og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar Kl. 10:48
Afgreiðslu á umsögn nefndarinnar var frestað fram að næsta fundi.

3) 485. mál - leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána Kl. 10:49
Afgreiðslu á umsögn nefndarinnar var frestað fram að næsta fundi.

4) 377. mál - lokafjárlög 2012 Kl. 10:51
Rætt var um tilhögun við vinnufundi við meðferð frumvarpsins næstu daga.

5) Endurskoðun ríkisreiknings 2012 Kl. 10:52
Rætt var um skipulagningu á starfi vinnuhóps nefndarinnar vegna vinnslu málsins.

6) Endurskoðun ríkisreiknings 2011 Kl. 10:53
Rætt var um skipulagningu á starfi vinnuhóps nefndarinnar vegna vinnslu málsins.

7) Önnur mál Kl. 10:54
Fleira var ekki gert.

8) Fundargerðir fjárlaganefndar á 143. þingi Kl. 11:00
Fundargerðin var samþykkt af Vigdísi Hauksdóttur, Guðlaugi Þór Þórðarsyni, Oddnýju G. Harðardóttur, Bjarkeyju Gunnarsdóttur, Brynhildi Pétursdóttur, Haraldi Benediktsyni, Karli Garðarssyni og Valgerði Gunnarsdóttur.

Fundi slitið kl. 11:05