58. fundur
fjárlaganefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 2. maí 2014 kl. 08:30


Mættir:

Vigdís Hauksdóttir (VigH) formaður, kl. 08:32
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) 1. varaformaður, kl. 08:35
Oddný G. Harðardóttir (OH) 2. varaformaður, kl. 08:32
Bjarkey Gunnarsdóttir (BjG), kl. 08:35
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 08:32
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 08:35
Karl Garðarsson (KG), kl. 08:32
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG), kl. 08:35

Helgi Hrafn Gunnarsson áheyrnarfulltrúi var fjarverandi vegna fundar í annarri þingnefnd. Haraldur Einarsson, varamaður Ásmundar Einars Daðasonar, var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 484. mál - séreignarsparnaður og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar Kl. 08:40
Umsögn fjárlaganefndar lögð fram og samþykkt af meiri hluta nefndarinnar. Minni hluti sat hjá og mun leggja fram sérstakt álit. Haraldur Einarsson er samþykkur áliti meiri hluta og ritar undir það með vísan til 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.

2) 485. mál - leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána Kl. 08:42
Umsögn fjárlaganefndar lögð fram og samþykkt af meiri hluta nefndarinnar. Minni hluti sat hjá og mun leggja fram sérstakt álit. Haraldur Einarsson er samþykkur áliti meiri hluta og ritar undir það með vísan til 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.

3) Önnur mál Kl. 08:42
Fleira var ekki gert.

4) Fundargerðir fjárlaganefndar á 143. þingi Kl. 08:44
Afgreiðslu fundargerðar var frestað.

Fundi slitið kl. 08:45