23. fundur
fjárlaganefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 17. nóvember 2014 kl. 11:00


Mættir:

Vigdís Hauksdóttir (VigH) formaður, kl. 10:59
Oddný G. Harðardóttir (OH) 2. varaformaður, kl. 10:59
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 10:59
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 10:59
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 10:59
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) fyrir Guðlaug Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 10:59
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG), kl. 10:59

Ásmundur Einar Daðason, Karl Garðarsson og Jón Þór Ólafsson áheyrnarfulltrúi voru fjarverandi.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 367. mál - fjáraukalög 2014 Kl. 11:00
Kynntar breytingatillögur meiri hluta fjárlaganefndar við frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 2014.

Frumvarpið var afgreitt til 2. umræðu með atkvæðum
Vigdísar Hauksdóttur, Unnar Brár Konráðsdóttur, Valgerðar Gunnarsdóttur og Haraldar Benediktssonar.

Oddný G. Harðardóttir, Bjarkey Gunnarsdóttir og Brynhildur Pétursdóttirgreiða atkvæði gegn því að frumvarpið sé afgreitt úr nefndinni og leggja fram eftirfarandi bókun:

„Minni hluti fjárlaganefndar mótmælir því harðlega að frumvarp til fjáraukalaga sé tekið út úr fjárlaganefnd með tillögum sem byggja á frumvarpi um Seðlabanka Íslands sem ekki hefur enn verið lagt fram. Einnig hefur umsögn Ríkisendurskoðunar ekki enn borist um frumvarpið.“

2) Önnur mál Kl. 11:29
Fleira var ekki gert.

3) Fundargerðir fjárlaganefndar á 144. þingi Kl. 11:29
Frestað.

Fundi slitið kl. 11:35