36. fundur
fjárlaganefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, laugardaginn 13. desember 2014 kl. 14:00


Mættir:

Vigdís Hauksdóttir (VigH) formaður, kl. 14:01
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) 1. varaformaður, kl. 14:02
Oddný G. Harðardóttir (OH) 2. varaformaður, kl. 14:01
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD), kl. 14:01
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 14:01
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 14:01
Karl Garðarsson (KG), kl. 14:01

Valgerður Gunnarsdóttir og Brynhildur Pétursdóttir voru fjarverandi en tóku þátt í afgreiðslu málsins eins og fram kemur í fundargerð. Jón Þór Ólafsson áheyrnarfulltrúi var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 1. mál - fjárlög 2015 Kl. 14:02
Lagt fram nefndarálit meiri hluta fjárlaganefndar. Frumvarp til fjárlaga 2015 var afgreitt til 3. umræðu með atkvæðum Vigdísar Hauksdóttur, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, Haraldar Benediktssonar, Karls Garðarssonar og Ásmundar Einars Daðasonar. Valgerður Gunnarsdóttir staðfesti skv. 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis símleiðis að hún stendur að breytingartillögum og ritar undir nefndarálitið.

Oddný G. Harðardóttir og Bjarkey Gunnarsdóttir sátu hjá en munu skila sér nefndaráliti. Brynhildur Pétursdóttir staðfesti símleiðis að skv. 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis muni hún sitja hjá við afgreiðslu málsins en skila sér nefndaráliti.

2) Önnur mál Kl. 14:24
Fleira var ekki gert.

3) Fundargerðir fjárlaganefndar á 144. þingi Kl. 14:24
Frestað.

Fundargerð 35. fundar samþykkt.

Fundi slitið kl. 14:25