40. fundur
fjárlaganefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 28. janúar 2015 kl. 09:00


Mættir:

Vigdís Hauksdóttir (VigH) formaður, kl. 09:04
Oddný G. Harðardóttir (OH) 2. varaformaður, kl. 09:08
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:04
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:04
Sigurður Örn Ágústsson (SÖÁ) fyrir Harald Benediktsson (HarB), kl. 09:04

Jón Þór Ólafsson áheyrnarfulltrúi og Ásmundur Einar Daðason voru fjarverandi. Guðlaugur Þór Þórðarson, Karl Garðarsson og Valgerður Gunnarsdóttir voru fjarverandi vegna starfa á vegum Alþingis erlendis. Oddný G. Harðardóttir vék af fundi kl. 10:00 og kom tilbaka kl. 12:00.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 206. mál - opinber fjármál Kl. 09:04
Félag forstöðumanna ríkisstofnana: Steingrímur Ari Arason, Kristín Linda Árnadóttir og Borghildur Erlingsdóttir.
Ríkisendurskoðun: Sveinn Arason og Ingi K. Magnússon.
KPMG endurskoðun: Margret G. Flóvenz og Jóhann I.C. Solomon.
Seðlabanki Íslands: Gunnar Gunnarsson.

Farið var yfir innsendar umsagnir gesta um frumvarp til opinberra fjármála.

2) Önnur mál Kl. 12:02
Rætt var um væntanlega ferð fjárlaganefndar til Svíþjóðar en nefndin ætlar að kynna sér opinber fjármál þar í landi.

3) Fundargerðir fjárlaganefndar á 144. þingi Kl. 12:04


Fundi slitið kl. 12:15