58. fundur
fjárlaganefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 27. apríl 2015 kl. 09:45


Mættir:

Vigdís Hauksdóttir (VigH) formaður, kl. 09:46
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) 1. varaformaður, kl. 10:25
Oddný G. Harðardóttir (OH) 2. varaformaður, kl. 09:46
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD), kl. 09:46
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:46
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:46
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 11:05
Karl Garðarsson (KG), kl. 09:46

Jón Þór Ólafsson áheyrnarfulltrúi var fjarverandi. Valgerður Gunnarsdóttir var fjarverandi vegna veikinda. Haraldur Benediktsson kom seint þar sem hann var hjá lækni. Ásmundur Einar Daðason vék af fundi kl. 10:40 til að fara á fund þingflokksformanna.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 206. mál - opinber fjármál Kl. 09:59
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn: Jimmy McHugh, Abdul Khan, Richard Hughes, Jonas Norlin og Robert Chote. Rætt var um frumvarp til laga um opinber fjármál.

2) Önnur mál Kl. 11:15
Lagt fram nefndarálit um lokafjárlög fyrir árið 2013 og var það afgreitt til 2. umræðu með samþykki allra viðstaddra sem voru Vigdís Hauksdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Karl Garðarsson, Haraldur Benediktsson, Oddný G. Harðardóttir, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og Brynhildur Pétursdóttir. Ásmundur Einar Daðason var fjarverandi við afgreiðslu málsins, en í samræmi við 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis ritar hann undir nefndarálitið.

Fleira var ekki gert.

3) Fundargerðir fjárlaganefndar á 144. þingi Kl. 11:16
Fundargerð 57. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:20