55. fundur
fjárlaganefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 15. apríl 2015 kl. 09:00


Mættir:

Vigdís Hauksdóttir (VigH) formaður, kl. 09:00
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD), kl. 09:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:00
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:00
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:00
Karl Garðarsson (KG), kl. 09:00
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG), kl. 09:29

Guðlaugur Þór Þórðarson var fjarverandi vegna starfa á vegum Alþingis erlendis. Jón Þór Ólafsson áheyrnarfulltrúi var fjarverandi. Oddný G. Harðardóttir var fjarverandi vegna veikinda. Bjarkey Gunnarsdóttir vék af fundi kl. 12:00.

Nefndarritari: Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 688. mál - ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016--2019 Kl. 09:00
Ríkisendurskoðun: Sveinn Arason, Jón Loftur Björnsson og Ingi K. Magnússon.

Farið var yfir umsögn stofnunarinnar um tillögu til þingsályktunar um ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016-2019.

Hagstofa Íslands: Marinó Melsted, Björn Rúnar Guðmundsson og Björn Ragnar Björnsson.

Kynnt var þjóðhagsspá 2014-2019.

2) Eftirlit með B- og E-hluta fyrirtækjum Kl. 10:58
Íslandspóstur hf.: Ingimundur Sigurpálsson og Eiríkur Haukur Hauksson. Farið var yfir fjármál Íslandspósts hf.

Á fundinn barst tölvupóstur þar sem fjármála- og efnahagsráðuneytið óskaði eftir að skýrsla um fjárhagsleg málefni fyrirtækisins sem send voru fjárlaganefnd daginn áður yrðu flokkuð sem trúnaðarmál. Var það samþykkt.

3) 307. mál - ríkisendurskoðandi og endurskoðun ríkisreikninga Kl. 12:15
Lögð var fram umsögn fjárlaganefndar til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um frumvarp til laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. Umsögnin var samþykkt af öllum viðstöddum sem voru Vigdís Hauksdóttir, Valgerður Gunnarsdóttir, Haraldur Benediktsson, Karl Garðarsson, Ásmundur Einar Daðason og Brynhildur Pétursdóttir. Fjarverandi voru Guðlaugur Þór Þórðarson, Oddný G. Harðardóttir og Bjarkey Gunnarsdóttir.

4) Önnur mál Kl. 12:19
Fleira var ekki gert.

5) Fundargerðir fjárlaganefndar á 144. þingi Kl. 12:20
Fundargerð 54. fundar samþykkt.

Fundi slitið kl. 12:25