64. fundur
fjárlaganefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 13. maí 2015 kl. 09:00


Mættir:

Vigdís Hauksdóttir (VigH) formaður, kl. 09:00
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) 1. varaformaður, kl. 09:00
Oddný G. Harðardóttir (OH) 2. varaformaður, kl. 09:13
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:00
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:00
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:27
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 09:18
Karl Garðarsson (KG), kl. 09:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) fyrir Ásmund Einar Daðason (ÁsmD), kl. 09:00

Valgerður Gunnarsdóttir var fjarverandi. Willum Þór Þórsson vék af fundi kl. 9:30 og Jón Þór Ólafsson kl. 11:08. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir vék af fundi kl. 10:50 og kom til baka kl. 11:20.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 206. mál - opinber fjármál Kl. 09:00
Nefndin fór yfir frumvarpið.

2) 688. mál - ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016--2019 Kl. 11:10
Lagt fram nefndarálit meiri hluta fjárlaganefndar um þingsályktunina. Tillaga til þingsályktunar um ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016-2019 var afgreidd til 2. umræðu með atkvæðum Vigdísar Hauksdóttur, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, Karls Garðarssonar, Willums Þórs Þórssonar og Valgerðar Gunnarsdóttur. Valgerður Gunnarsdóttir tók þátt í afgreiðslu málsins í samræmi við 4. mgr. 18. gr starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis og var afstaða hennar staðfest með símtali á fundinum.
Minni hlutinn, en hann skipa Oddný G. Harðardóttir, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og Brynhildur Pétursdóttir, mun leggja fram sérálit.

3) 705. mál - meðferð og sala eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum Kl. 11:20
Ákveðið var að óska eftir umsögn efnahags- og viðskiptanefndar um frumvarpið og var frestur veittur til 27. maí 2015 til að skila umsögn. Þá munu nefndarmenn veita formanni upplýsingar síðar í dag um hvaða aðilar þeir óska eftir að veiti umsögn um málið. Fleira var ekki gert í málinu.

4) Önnur mál Kl. 11:25
Fleira var ekki gert.

5) Fundargerðir fjárlaganefndar á 144. þingi Kl. 11:27
Fundargerð 63. fundar samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:30