75. fundur
fjárlaganefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 10. júní 2015 kl. 08:00


Mættir:

Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) 1. varaformaður, kl. 08:00
Oddný G. Harðardóttir (OH) 2. varaformaður, kl. 08:00
Anna María Elíasdóttir (AME) fyrir Ásmund Einar Daðason (ÁsmD), kl. 09:27
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 08:00
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 08:00
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 08:05
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 08:00
Karl Garðarsson (KG), kl. 08:00
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir (SBS) fyrir Vigdísi Hauksdóttur (VigH), kl. 08:10
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG), kl. 08:14

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir vék af fundi kl. 09:55.

Nefndarritari: Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 705. mál - meðferð og sala eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum Kl. 08:00
Guðlaugur Þór Þórðarson sem stýrði fundinum í fjarveru formanns kynnti þær umsagnir sem hafa borist um málið.

2) Framkvæmd fjárlaga 2015 Kl. 08:15
Innanríkisráðuneytið: Sigurbergur Björnsson. Lagt fram ódagsett minnisblað ráðuneytisins um skýringar við hækkun kostnaðaráætlunar við gerð vegtengingar milli Húsavíkurhafnar og iðnaðarsvæðisins á Bakka. Sigurbergur fór yfir forsendur og fleira vegna jarðgangna við Bakka, Húsavík. Einnig yfir stöðu framkvæmda við Vaðlaheiðargöng.

3) 688. mál - ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016--2019 Kl. 09:15
Fjármála- og efnahagsráðuneytið: Bjarni Benediktsson og Björn Þór Hermannsson. Ráðherra svaraði spurningum nefndarmanna um tillögu til þingsályktunar um ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016-2019.

4) Önnur mál Kl. 09:55
Guðlaugur Þór lagði fram eftirfarandi spurningar sem ætlunin er að senda stjórn Vaðlaheiðargangna hf vegna eftirlits með framkvæmd fjárlaga. Ákveðið var að Oddný G. Harðardóttir og Valgerður Gunnarsdóttir rýndu eftirfarandi spurningarnar áður en þær væru sendar stjórninni:
„Fjárlaganefnd Alþingis óskar eftir eftirfarandi upplýsingum um stöðu framkvæmda við byggingu Vaðlaheiðarganga:
o Óskað er eftir yfirliti sem sýnir verkkostnað eftir verkáföngum í samanburði við áætlanir út framkvæmdatímann við byggingu ganganna.
o Óskað er eftir kostnaðarmati á helstu frávikum sem orðið hafa við verkefnið. Með því er m.a. átt við:
- Vandamál vegna vatnsleka Eyjafjarðarmegin í göngunum.
- Vandamál vegna vatnsleka Fnjóskadalsmegin í göngunum.
- Frávik í kostnaði vegna jarðfræðiaðstæðna.
- Annan kostnað.
o Hverjar eru ástæður þess að forrannsóknir vöruðu ekki við því mikla vatni sem tafið hefur verkið?
o Hvað er áætlað að það kosti að fullgera göngin, hvenær eru verklok áætluð nú og hver er breytingin frá upphaflegri áætlun?
o Hvenær er gert ráð fyrir að göngin verði opnuð fyrir almennri umferð?
o Hvað þarf væntanleg umferð að aukast mikið til að gögnin standi undir kostnaði miðað við þær forsendur sem kynntar voru fjárlaganefnd á sínum tíma? Óskað er eftir yfirliti sem ber þessar forsendur saman við nýjustu umferðarspár Vegagerðarinnar fyrir áætlaða umferð um göngin.
o Hver er væntanleg arðsemi gangnanna þegar þau verða tekin í notkun miðað við þær forsendur sem nú liggja fyrir? Óskað er eftir að gerð verði stutt en skilmerkileg grein fyrir forsendum matsins.
o Hvað mun taka mörg ár að greiða upp lántökukostnað við framkvæmdina?
o Með hvaða hætti ætlar stjórn fyrirtækisins að fjármagna þann umframkostnað sem myndast hefur á framkvæmdatímanum og hefur verið kannað hvort og þá að hvaða marki hluthafar eru reiðubúnir að auka hlutafé í fyrirtækinu?
o Getur stjórnin staðfest við fjárlaganefnd að fyrirtækið verði rekstrarhæft þegar göngin verða tekin í notkun? Óskað er eftir að gerð verði grein fyrir forsendum fyrir því mati stjórnarinnar.
o Önnur atriði sem stjórn Vaðlaheiðarganga hf. telur rétt að koma á framfæri við fjárlaganefnd Alþingis.“

5) Fundargerðir fjárlaganefndar á 144. þingi Kl. 10:00
Fundargerð 74. fundar samþykkt.

Fundi slitið kl. 10:00