76. fundur
fjárlaganefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í færeyska herberginu, fimmtudaginn 11. júní 2015 kl. 13:00


Mættir:

Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) 1. varaformaður, kl. 13:00
Oddný G. Harðardóttir (OH) 2. varaformaður, kl. 13:00
Anna María Elíasdóttir (AME) fyrir Ásmund Einar Daðason (ÁsmD), kl. 13:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 13:05
Karl Garðarsson (KG), kl. 13:00
Sigríður Á. Andersen (SÁA) fyrir Harald Benediktsson (HarB), kl. 13:13
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir (SBS) fyrir Vigdísi Hauksdóttur (VigH), kl. 13:03
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG), kl. 13:00

Brynhildur Pétursdóttir og Jón Þór Ólafsson áheyrnarfulltrúi voru fjarverandi. Oddný G. Harðardóttir vék af fundi kl. 13:10.

Nefndarritari: Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 206. mál - opinber fjármál Kl. 13:00
Frumvarp til laga um opinber fjármál var afgreitt öðru sinni úr fjárlaganefnd með atkvæðum Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, Önnu Maríu Elíasdóttur, Karls Garðarssonar, Sigríðar Andersen, Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur og Valgerðar Gunnarsdóttur. Nefndaráliti meiri hluta hefur verið breytt lítillega.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir leggst gegn því að málið verði afgreitt úr nefndinni og mun hún ásamt minni hlutanum leggja fram minnihlutaálit.

2) Önnur mál Kl. 13:20
Meiri hluti nefndarinnar samþykkti að senda stjórn Vaðlaheiðarganga hf. þær spurningar sem lagðar voru fram og bókaðar á síðasta fundi. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.

3) Fundargerðir fjárlaganefndar á 144. þingi Kl. 13:20
Fundargerð 75. fundar samþykkt.

Fundi slitið kl. 13:25