7. fundur
fjárlaganefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 5. október 2015 kl. 09:30


Mættir:

Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) 1. varaformaður, kl. 09:30
Oddný G. Harðardóttir (OH) 2. varaformaður, kl. 09:30
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD), kl. 09:40
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:30
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:30
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:30
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:30
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG), kl. 10:18

Ásmundur Einar Daðason og Brynhildur Pétursdóttir véku af fundi kl. 10:55 vegna fundar formanna þingflokkanna. Heiða Kristín Helgadóttir kom á fundinn kl. 10:55 í stað Brynhildar Pétursdóttur. Páll Jóhann Pálsson vék af fundi kl. 11:05. Valgerður Gunnarsdóttir vék af fundi kl. 11:40 til að fara á fund forsætisnefndar. Vigdís Hauksdóttir og Ásta Guðrún Helgadóttir voru fjarverandi.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 1. mál - fjárlög 2016 Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar komu eftirfarandi gestir:
Frá Hafnarfjarðarbæ komu kl. 9:40 Haraldur L. Haraldsson og Rósa Steingrímsdóttir.
Frá Grundarfjarðarbæ komu kl. 10:40 Þorsteinn Steinsson og Eyþór Garðarsson.
Frá Sambandi sveitarfélaga á Norðurlandi vestra komu kl. 11:05 Adolf H. Berndsen, Ingibergur Guðmundsson, Unnur Valborg Hilmarsdóttir og Stefán Vagn Stefánsson.
Frá Hrunamannahreppi komu kl. 11:40 Jón Valgeirsson og Ragnar Magnússon.
Frá Húnavatnshreppi komu kl. 11:50 Þorleifur Ingvarsson og Einar Kristján Jónsson.
Fjallað var um fjárhagsleg samskipti ríkis og sveitarfélaga og um áherslumál sveitarfélaganna þeim tengdum. Gestir lögðu fram erindi og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) Önnur mál Kl. 12:09
Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 12:10
Fundargerð 6. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 12:11