8. fundur
fjárlaganefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 7. október 2015 kl. 09:00


Mættir:

Vigdís Hauksdóttir (VigH) formaður, kl. 09:00
Oddný G. Harðardóttir (OH) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD), kl. 09:20
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:00
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:00
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:00
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:00

Guðlaugur Þór Þórðarson, Valgerður Gunnarsdóttir og Ásta Guðrún Helgadóttir voru fjarverandi.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 1. mál - fjárlög 2016 Kl. 09:00
Eftirtaldir gestir komu til fundar við nefndina:
Frá Grindavíkurbæ komu kl. 09:05 Róbert Ragnarsson, Kristín María Birgisdóttir og Hjálmar Hallgrímsson.
Frá Kópavogskaupstað komu kl. 9:28 Ármann Kr. Einarsson, Theódóra S. Þorsteinsdóttir, Steingrímur Hauksson og Ingólfur Arnarsson.
Frá Bolungarvíkurkaupstað komu kl. 9:55 Elías Jónatansson, Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir, Margrét Jómundsdóttir og Halldóra Dagný Sveinbjörnsdóttir.
Frá Húnaþingi vestra komu kl. 10:17 Guðný Hrund Karlsdóttir, Unnur Valborg Hilmarsdóttir, Elín Jóna Rósenberg og Elín R. Líndal.
Frá Fjórðungssambandi Vestfjarða komu kl. 10:40 Aðalsteinn S. Óskarsson og Pétur K. Markan.
Frá Mýrdalshreppi komu kl. 11:10 Ásgeir Magnússon og Elín Einarsdóttir.
Frá Sveitarfélaginu Skagafirði komu kl. 11:30 Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Sigríður Svavarsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson og Ásta Pálmadóttir.
Frá Akureyrarbæ komu kl. 11:55 Eiríkur Björn Björgvinsson og Matthías Rögnvaldsson.
Fjallað var um fjárhagsleg samskipti ríkis og sveitarfélaga og um áherslumál sveitarfélaganna þeim tengdum. Gestir lögðu fram erindi og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) Önnur mál Kl. 12:28
Oddný vakti athygli á beiðni minni hluta um að fundi með Isavia sem halda á 9. október n.k. yrði frestað. Formaður féllst ekki á beiðnina og lagði minni hlutinn þá fram eftirfarandi bókun:
„Fjórir fulltrúar í fjárlaganefnd hafa óskað ítrekað eftir breytingum á dagskrá fundar nefndarinnar sem halda á föstudaginn 9. október. Gert er ráð fyrir að fulltrúar Isavia komi þá til fundar við fjárlaganefnd til að ræða verkefni félagsins, m.a. innanlandsflug. Fulltrúar fjárlaganefndar sem óskað hafa eftir breytingu á dagskrá eru landsbyggðarþingmenn og vilja ræða stefnu og skyldur Isavia og þjónustu við byggðir landsins. Enginn varamaður getur komið í stað þriggja fulltrúa úr Norðausturkjördæmi þar sem allir þingmenn þess kjördæmis verða á aðalfundi Eyþings á sama tíma. Undirritaðar skilja þingskaparlög með þeim hætti að forystu fjárlaganefndar sé ekki heimilt að hunsa óskir fjögurra af níu nefndarmanna um breytingar á dagskrá funda nefndarinnar.
Oddný Harðardóttir
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir
Brynhildur Pétursdóttir“
Formaður fjárlaganefndar bókar eftirfarandi:
„Fundur með Isavia verður föstudaginn 9. okt. kl. 14:00 eins og ráðgert hefur verið. Ég hef farið yfir það á fundum fjárlaganefndar að föstudagar verið meira og minna undirlagðir fyrir störf nefndarinnar fram að jólaleyfi þingsins.
Tími fyrir störf nefnda hefur verið skorinn niður, bæði af skrifstofu þingsins og eins af formanni nefndarinnar í nafni samvinnu. Er nú svo komið að fjárlaganefnd hefur ekki nema 4,5 klst. í nefndarstarf á viku í stað 8 klst. á síðasta kjörtímabili. Það er viðurkennt innan þingsins að fjárlaganefnd fundi utan skipulagðs fundartíma á haustin.
Mikið skipulag liggur að baki nefndarfundum í fjárlaganefnd þegar gestakomur eru og því ekki hægt að leggja það á starfsmenn nefndarinnar né gesti að verið sé að hringla með fundartíma.
Vigdís Hauksdóttir.“

3) Fundargerð Kl. 12:31
Fundargerð 7. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 12:33