9. fundur
fjárlaganefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 9. október 2015 kl. 09:00


Mættir:

Vigdís Hauksdóttir (VigH) formaður, kl. 09:00
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) 1. varaformaður, kl. 09:21
Oddný G. Harðardóttir (OH) 2. varaformaður, kl. 09:03
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD), kl. 09:05
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) fyrir Harald Benediktsson (HarB), kl. 09:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:00
Heiða Kristín Helgadóttir (HKH) fyrir Brynhildi Pétursdóttur (BP), kl. 09:00
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:00
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) fyrir Valgerði Gunnarsdóttur (ValG), kl. 09:00

Haraldur Benediktsson kom á fundinn kl. 10:25 og vék þá Ásmunur Friðriksson af fundi. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir vék af fundi kl. 11:40. Unnur Brá Konráðsdóttir vék af fundi kl. 11:44. Guðlaugur Þór Þórðarson, Ásmundur Einar Daðason, Haraldur Benediktsson og Heiða Kristín Helgadóttir véku af fundi kl. 12:00. Fundi var frestað kl. 12:15 vegna hádegishlés og hófst hann aftur kl.13:20. Voru þá mætt Guðlaugur Þór Þórðarson, Páll Jóhann Pálsson, Ásmundur Einar Daðason og Oddný G. Harðardóttir. Haraldur Benediktsson kom til baka kl. 13:34 og Unnur Brá Konráðsdóttir kl. 13:59. Ögmundur Jónasson kom á fundinn kl. 14:04 sem varamaður Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur. Ögmundur Jónasson vék af fundi kl. 15:40 og Oddný G. Harðardóttir kl. 15:42. Ásta Guðrún Helgadóttir var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 1. mál - fjárlög 2016 Kl. 09:00
Eftirfarandi gestir komu til fundar við nefndina:
Frá Árborg komu kl. 9:10 Ásta Stefánsdóttir og Ari B. Thorarensen.
Frá Stykkishólmsbæ komu kl. 9:30 Sturla Böðvarsson, Sigurður Páll Jónsson og Ragnar Már Ragnarsson.
Frá Vesturbyggð komu kl. 9:55 Ásthildur Sturludóttir og Magnús Jónsson.
Frá Blönduósbæ og Sveitarfélaginu Skagaströnd komu kl. 10:15 Arnar Þór Sævarsson og Adolf Berndsen.
Frá Borgarbyggð komu kl. 10:55 Kolfinna Jóhannesdóttir, Helgi Haukur Hauksson og Björn Bjarki Þorsteinsson.
Frá Vopnafjarðarhreppi komu kl. 10:23 Ólafur Áki Ragnarsson og Víglundur Páll Einarsson.
Frá Borgarfjarðarhreppi komu kl. 11:47 Björn Ingimarsson, Jón Þórðarson, Vilhjálmur Jónsson og Arnbjörg Sveinsdóttir.
Frá Fjarðabyggð komu kl. 12:05 Páll Björgvin Guðmundsson, Jón Björn Hákonarson og Gunnar Jónsson.
Haldinn var fjarfundur kl. 13:20 með fulltrúa Fjarðarbyggðar, Jóni Birni Hákonarsyni.
Fulltrúar sveitarfélaganna ræddu um fjárhagsleg samskipti ríkis og sveitarfélaga og áhersluatriði sveitarfélaganna í því sambandi. Sveitarfélögin lögðu fram erindi og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) Fjárhagsmálefni Isavia Kl. 14:05
Eftirtaldir gestir komu á fund nefndarinnar:
Frá Isavia komu Björn Óli Hauksson, Jón Karl Ólafsson og Elín Árnadóttir. Auk þess komu frá innanríkisráðuneyti Pétur U. Fenger og Sigurbergur B. Björnsson og Sigurður H. Helgason frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Rætt var um fjárhagsmálefni Isavia, framkvæmdir og viðhald á Keflavíkurflugvelli, viðhald flugvalla um land allt og arðgreiðslur frá fyrirtækinu í ríkissjóð. Fulltrúar fyrirtækisins lögðu fram samninga og gögn sem nefndin hafði áður óskað eftir.

3) Önnur mál Kl. 15:50
Fleira var ekki rætt.

4) Fundargerð Kl. 15:52
Afgreiðslu fundargerðar 8. fundar var frestað.

Fundi slitið kl. 15:54