10. fundur
fjárlaganefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 14. október 2015 kl. 09:00


Mættir:

Vigdís Hauksdóttir (VigH) formaður, kl. 09:00
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) 1. varaformaður, kl. 09:16
Oddný G. Harðardóttir (OH) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD), kl. 09:11
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:00
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:00
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:17
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:00
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG), kl. 09:09

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir vék af fundi kl. 10:59. Ásta Guðrún Helgadóttir var fjarverandi. Guðlaugur Þór Þórðarson vék af fundi kl. 11:22.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 148. mál - opinber fjármál Kl. 09:00
Eftirfarandi gestir komu til fundar við nefndina:
Frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu komu kl. 09:00 Þórhallur Arason og Björn Rögnvaldsson.
Gestirnir kynntu þær breytingar sem gerðar hafa verið á frumvarpi um opinber fjármál frá því það var lagt fram á síðasta þingi. Lagt var fram yfirlit yfir breytingarnar og svörðuðu gestirnir spurningum nefndarmanna.
Frá Ríkisendurskoðun komu kl. 10:15 Jón L. Björnsson og Ingi K. Magnússon. Gestirnir kynntu umsögn Ríkisendurskoðunar um frumvarp um opinber fjármál og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) Önnur mál Kl. 11:01
Lögð var fram og rædd umsögn fjárlaganefndar til velferðarnefndar um frumvarp til laga um byggingarsjóð Landspítala. Umsögnin var afgreidd úr nefndinni með atkvæðum meiri hluta en hann skipa: Vigdís Hauksdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Valgerður Gunnarsdóttir, Haraldur Benediktsson, Páll Jóhann Pálsson og Ásmundur Einar Daðason. Oddný G. Harðardóttir vakti athygli á því að minni hlutinn myndi hugsanlega skila séráliti.
Guðlaugur Þór Þórðarson óskaði eftir að Bankasýsla ríkisins kæmi fljótlega til fundar við nefndina vegna sölu Arion banka á hlutafé í Símanum hf. Var það samþykkt.
Formaður lagði fram spurningar sem samþykkt var að senda Isavia ohf.
Lagt var fram og rætt var álit fjárlaganefndar á skýrslu Ríkisendurskoðunar um endurskoðun ríkisreiknings fyrir árið 2013. Álitið var afgreitt að nýju úr fjárlaganefnd lítillega breytt með samþykki allra viðstaddra.
Ásmundur Einar Daðason lagði til að haldinn yrði fundur í nefndinni um þróun byggðamála í landinu. Var það samþykkt.
Þá var rætt um þau verkefni sem framundan eru.

3) Fundargerð Kl. 11:29
Fundargerðir 8. og 9. fundar voru samþykktar.

Fundi slitið kl. 11:30